Nýr sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs EY

Símon Þór Jónsson er nýr sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs EY á Íslandi.  Símon Þór hóf störf hjá EY á árinu 2016 og er einn af eigendum félagsins. Símon Þór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diploma í hagfræði frá sama skóla, auk þess sem hann hefur sótt sér menntun í Leiden University varðandi tvísköttunarsamninga. Símon Þór hefur mikla þekkingu og reynslu á flóknum skattamálum og hefur áratuga starfsreynslu á því sviði. Hann hefur áður starfað hjá Ríkisskattstjóra og skatta- og lögfræðisviði KPMG og Deloitte. Símon Þór er kvæntur Drífu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Starfsemi skatta- og lögfræðisviðs EY á Íslandi byggir á þeirri sterku stöðu sem EY hefur á heimsvísu á þessum sviðum og aðgengi félagsins að yfirgripsmikilli sérhæfingu og þekkingu. EY á Íslandi leggur sérstaka áherslu á samvinnu og samþættingu í starfsemi sinni við EY á Norðurlöndunum, þar sem aðstæður eru hvað sambærilegastar við það sem gerist hér á landi. Þessi samvinna, ásamt því reynslumikla teymi sérfræðinga sem við höfum yfir að ráða, gerir okkur kleift að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum skatta- og lögfræðiþjónustu í alþjóðlegum gæðaflokki.