Sérfræðingar geta fengið skattaafslátt

Með lögum nr. 79/2016 var lögfest frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. Sé heimildin nýtt eru einungis 75% tekna erlendra sérfræðinga  tekjuskattsskyldar, bæði í staðgreiðslu og við endanlega álagningu, fyrstu þrjú árin í starfi að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Tók þessi heimild gildi þann 1. janúar 2017.

Í nýrri reglugerð nr. 120/2016 er kveðið nánar á um framkvæmd heimildarinnar, m.a. um form og skilyrði umsókna, og þær kröfur sem erlendir sérfræðingar þurfa að uppfylla, svo sem varðandi menntun, reynslu og fyrri störf, auk ráðningarsamninga.

Staðfesting frá sérstakri nefnd skal liggja fyrir um að erlendi sérfræðingurinn uppfylli öll skilyrði til að falla undir þetta ákvæði.

Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.

Hafðu samband við skattasvið EY til að fá nánari upplýsingar um frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga.

Símon Jónsson

Yfirverkefnastjóri Skattasviðs
Sími: 595-2585
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn