Sjálfbærnidagur atvinnulífsins - SA og EY
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).
Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 - 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu. Í ár er sjónum beint að kolefnishlutleysi. Aðalfyrirlesari dagsins er Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu. Sims var áður faglegur pólitískur ráðgjafi á evrópska þinginu og fyrirtækjaráðgjafi hjá Oakdene Hollins, sem sérhæfði sig í hringrásarhagkerfinu og nýsköpunarstefnu. Sims hefur þar að auki sérhæfða þekkingu á hráefnum, úrgangi, orku og sjálfbærum fjármálum. Sims á að baki langan feril í veigamiklum verkefnum fyrir stjórnvöld, hagsmunasamtök og fyrirtæki ásamt því að skarta akademískum bakgrunni í hagfræði, stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu.
Dagskrá
Hvernig undirbýr atvinnulífið sig fyrir „kapphlaupið að kolefnishlutleysi?”
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Hvað er kolefnishlutleysi og af hverju skiptir það máli fyrir íslensk fyrirtæki?
Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni EY á Íslandi
Ný viðskiptatækifæri með kolefnismörkuðum og hringrásarhagkerfi
Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu
Fjárfesting í kolefnishlutleysi mun skila sér í betri rekstri
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Pallborðsumræður:
Pallborðsumræður: Hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera til að vera með?
- Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, yfirverkefnastjóri í sjálfbærni EY á Íslandi
- Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG Carbon
- Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla Brim
- Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is
Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Samkeppnishæfnisviði SA
Hressing
Vinnustofa: Hringrásarhagkerfi í átt að kolefnishlutleysi
Vinnustofa með Edward Sims og Dr. Snjólaugu Ólafsdóttur, sérfræðingum í sjálfbærni hjá EY
Hvernig getur innleiðing á hringrásarhagkerfi dregið úr kolefnislosun? Hagnýt dæmi frá leiðandi erlendum fyrirtækjum á þessu sviði (litlum sem stórum)
Endilega taktu þátt og skráðu þig hér.