Sjálfstæður atvinnurekstur – hvað þarf að hafa í huga?

Þegar stofnaður er sjálfstæður atvinnurekstur þurfa eigendur að huga að ýmsu. Meðal annars þarf að hafa í huga reglur sem gilda um endurgjald fyrir eigin vinnu og vinnu nákominna við reksturinn.

Einstaklingi sem starfar við eigin atvinnurekstur ber að reikna sér endurgjald fyrir þá vinnu. Honum ber einnig að reikna af því endurgjaldi staðgreiðslu, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Á þessi regla við hvort sem atvinnustarfsemi er stunduð í eigin nafni, í sameign með öðrum eða undir merkjum lögaðila þar sem einstaklingurinn er ráðandi vegna stjórnunar- eða eignartengsla. Gildir þetta líka um endurgjald fyrir starf maka, barna eða tiltekinna nákominna ættingja þess er atvinnureksturinn stundar.

Ríkisskattstjóri gefur árlega út reglur um lágmark reiknaðs endurgjalds þeirra sem starfa í eigin atvinnurekstri. Miða þær reglur við og hafa hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf að viðbættum hvers konar hlunnindum.

Í viðmiðunarreglunum er reiknuðu endurgjaldi skipt upp eftir starfaflokkum og hver starfaflokkur hefur að geyma 5-8 undirflokka.

Mikilvægt er fyrir þá sem hefja eigin rekstur að kynna sér þann starfaflokk sem við á í þeirra tilfelli og standa rétt að málum frá byrjun rekstrar.

Ef þú ert að hefja rekstur er ekki vitlaust að hafa samband við sérfræðinga okkar sem geta leitt þig í gegnum ferlið frá upphafi til enda.


 

Símon Jónsson

Yfirverkefnastjóri Skattasviðs
Sími: 840-2008
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn