Skattabæklingur EY 2023

Opnað hefur verið fyrir framtalsskil einstaklinga 2023 og er lokaskiladagur þann 14. mars nk.

EY hefur gefið út árlegan skattabækling sinn fyrir árið 2022. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar.

Framsetning bæklingsins er á gagnvirku formi til að auka aðgengileika að upplýsingum og til að hægt sé að komast auðveldlega á milli efnisatriða. 

Þú getur nálgast skattabæklinginn hér og vonum við að hann komi að góðum notum.