Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orkugeiranum

Konur í orkumálum (KíO) fengu EY á Íslandi til að gera úttekt á stöðu kvenna í íslenska orkugeiranum og var skýrsla um úttektina gefin út 2. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð hefur verið slík úttekt á Íslandi. EY framkvæmdi úttektina samkvæmt alþjóðlegri forskrift EY Global sem hefur unnið slíkar úttektir á stöðu kvenna innan orkugeirans um allan heim. Með skýrslunni má segja að stigið hafi verið stórt skref í jafnréttismálum innan orkugeirans þar sem hún er hvatning til jákvæðrar þróunar og leggur grunn að mikilvægum samanburði og gerir aðilum markaðarins kleyft að fylgjast með framgangi kvenna í íslenska orkugeiranum.

Niðurstöður skýrslunnar eru um margt áhugaverðar og má meðal annars sjá að ákvörðunarvald hjá konum er um 30% að meðaltali í íslenskum orkufyrirtækjum. Í alþjóðlegum samanburði standa íslensk orkufyrirtæki sig nokkuð vel varðandi jöfn kynjahlutföll og ákvörðunarvald stjórnenda, bæði þegar íslensk orkufyrirtæki eru eingöngu borin saman við fyrirtæki í Evrópu sem og þegar litið er til 200 stærstu orkufyrirtækja í heiminum. 

Nálgast má skýrsluna hér.

Ef þig vantar frekari upplýsingar um efni skýrslunnar er hægt að hafa samband við tengilið okkar hér að neðan. 


Guðjón Norðfjörð
Sviðsstjóri ráðgjafarsviðs
Sími: 825-2565
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn