Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir

Í morgun birtu forstjórar/framkvæmdarstjórar sex aðildarfélaga Festu grein þar sem þau lýsa yfir stuðningi sínum við djarfar ákvarðanatökur þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Greinin er öflugt ákall frá atvinnulífinu til samstarfs um þessa mikilvægu þætti. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY er ein af þessum aðilum.

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við segir m.a. í greininni.

Endilega kynnið ykkur greinina nánar hér.