Guðjón Norðfjörð nýr forstjóri EY á Íslandi
Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin 3 ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið. Guðjón er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess. Hann hefur síðastliðin ár verið sviðsstjóri rekstrarráðgjafar og viðskiptaþjónustu, en áður sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.