Breytingar á hluthafahóp og í stjórnendateymi EY
Breytingar hafa verið gerðar á hluthafahóp og í stjórnendateymi EY. Stefán Þ. Björnsson hefur bæst við í hóp hluthafa ásamt því að gerðar hafa verið breytingar á stjórnendateyminu. Bergur leiðir stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu Viðskiptaþjónustu EY, Hafdís er nýr sviðsstjóri Kjarnasviðs og Snjólaug nýr sviðsstjóri Sjálfbærniráðgjafar.