EY er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri í ár líkt og frá upphafi mælinga
Niðurstöður greiningar Viðskiptablaðsins og Keldunnar á Fyrirmyndarfyrirtækjum hafa nú verið unnar og eru Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á listanum yfir Fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi. EY óskar Fyrirmyndarfyrirtækjum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.