14h04892_rm

Stjórnarmálefni

Skilvirkni stjórna - upplýsingaveita EY
Góðir stjórnarhættir eru mikilvægt tæki stjórnar til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir, styrkja innviði fyrirtækja og efla traust á markaði og skilvirkni stjórna. EY býður stjórnarmönnum fyrirtækja aðgang að upplýsingaveitu EY. Með upplýsingaveitunni geta stjórnarmenn með lítilli fyrirhöfn aflað sér upplýsinga með sjálfstæðum hætti um það sem markverðast er á hverjum tíma fyrir stjórnarmenn, helstu áskoranir sem stjórnir fyrirtækja standa frammi fyrir og hvaða lausnir eru í boði til að bregðast við þeim. Endilega hafðu  skráðu þig á póstlistann okkar til að fá upplýsingar fyrir stjórnir og nefndir þeirra sendar til þín með reglubundnum hætti.

Árangursmat á störfum stjórna og nefnda
Með reglubundnum hætti þarf að meta árangur í störfum stjórna og nefnda þeirra. Sérfræðingar EY hafa víðtæka reynslu af slíku árangursmati og hefur EY hannað líkan sem að gefur stjórnum góða yfirsýn yfir árangur starfa hjá stjórnum og nefndum stjórnar. 

Þjálfun stjórnarmanna
Ríkar kröfur eru gerðar til hæfis framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða. Bæði er um að ræða kröfur er lúta að trúverðugleika þessara aðila auk krafna um faglegt hæfi viðkomandi, þ.e. að menntun, starfsreynsla og starfsferill viðkomandi sé með þeim hætti að tryggt sé að hann geti gegnt stöðu sinni á forsvaranlegan hátt. Fjármálaeftirlitið metur hæfi stjórnarmanna og  hvort stjórnarmenn skuli gangast undir munnlegt hæfismat. Við hjá EY höfum sérhæft okkur í að þjálfa stjórnarmenn í tengslum við munnlegt hæfismat Fjármálaeftirlitsins og höfum mikla reynslu af slíkri þjálfun. Jafnframt þjálfum við stjórnarmenn sem starfa ekki hjá eftirlitsskyldum aðilum og hafa áhuga að efla persónulega hæfni sína.

Stjórnarhættir og fyrirmyndarfyrirtæki
Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa gefið út leiðbeiningar um góða stjórnarhætti frá árinu 2004 og hafa þær verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti frá þeim tíma. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, NASDAQ OMX á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og gefst fyrirtækjum tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda.Sem viðurkenndur úttektaraðili getur EY unnið að matsferli til að fyrirtæki öðlist viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvar HÍ sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.EY sérhæfir sig jafnframt í minni og stærri úttektum á stjórnarháttum fyrirtækja og ráðgjöf til fyrirtækja um góða stjórnarhætti.