EY er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019
Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.