Aðgerðir gegn skúffufélögum - Tilskipun ESB
Ragnhildur Lárusdóttir yfirverkefnastjóri á Skatta- og lögfræðisviði hefur tekið saman áhugaverða samantekt varðandi tilskipun sem nefnd er ATAD 3 um aðgerðir gegn skúffufélögum. Tilskipunin getur haft áhrif á íslensk fyrirtæki sem eiga félag í samstæðu sinni með skattalega heimilisfesti innan ESB. Sérstaklega gætu reglurnar komið við kaunin á eignarhaldsfélögum sem nýta sér hagræði tvísköttunarsamninga og aðrar ívilnanir einstakra ESB ríkja. Gert er ráð fyrir að aðildarríki ESB innleiði fyrirhugaðar ráðstafanir í innlenda skattalöggjöf fyrir 30. júní 2023, með gildistíma frá 1. janúar 2024.