14h06019_rf

 

 

Geir

Geir Steindórsson
Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
Sími: 825-2532

geir.steindorsson@is.ey.com

Endurskoðun

Megintilgangur endurskoðunar og annarrar staðfestingarvinnu er að auka trúverðugleika fjárhagslegra upplýsinga og þar með traust notenda þeirra, s.s. eigenda, lánadrottna og yfirvalda. Áritun endurskoðanda auðveldar þannig notendum að taka ákvarðanir á grundvelli þess álits sem veitt er. Óhæði er ein af mikilvægustu forsendum þess að endurskoðun og önnur staðfestingarvinna sé framkvæmd á hlutlausan og faglegan hátt. Við leggjum mikla áherslu á að yfirfara óhæði okkar í endurskoðun þannig að það sé til staðar bæði í ásýnd og reynd og notumst í því sambandi m.a. við alþjóðlega gagnagrunna til að halda utan um alla viðskiptavini okkar.

Við endurskoðum samkvæmt alþjóðlegri aðferðafræði sem felur í sér allt það nýjasta í endurskoðun hverju sinni og er ávallt í fullu samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Með aðferðafræði okkar og öflugum endurskoðunarhugbúnaði sem við höfum yfir að ráða, stuðlum við að því að tryggja gæði og samkvæmni í endurskoðun innan EY, hvar sem er í heiminum.

Árangursrík endurskoðunarvinna krefst skilnings á viðskiptavininum og starfsumhverfi hans. Endurskoðunaraðferð okkar byggir á ítarlegri áhættugreiningu þar sem við setjum okkur inn í málefni viðskiptavinarins og aðstæður hans á markaði. Við yfirförum og áhættugreinum reikningsskil viðskiptavinarins og leggjum áherslu á þá þætti sem skipta sköpum fyrir velgengni hans. Ákveðnum áhættuþáttum er gefinn sérstakur gaumur í nálgun okkar, s.s. þáttum sem eru háðir mati stjórnenda eða eru óreglubundnir, sem og notkun eða beitingu nýrra eða flókinna reglna. Jafnframt yfirförum við ferla og eftirlitsþætti sem notaðir eru til að draga úr hættu á skekkjum í reikningsskilunum. Við lok endurskoðunar leggjum við mat á það hversu vel væntingar viðskiptavina okkar voru uppfylltar.