14h03793_rf

Valgerður

Valgerður Kristjánsdóttir
Eigandi
Sími: 825-2516

valgerdur.kristjansdottir@is.ey.com

Lokun bókhalds

Ferli við lokun bókhalds er mjög mikilvægt hjá hverju fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er og mikilvægt er að rétt sé staðið að því. Ferli við lokun bókhalds þarf að vera vandað og framkvæmt tímanlega til þess að stjórn og stjórnendur geti treyst á tímanleg og  áreiðanleg uppgjör og ársreikning.

Algeng viðfangsefni við lokun bókhalds eru m.a. eftirfarandi:

  • UT kerfi ekki nýtt til fulls
  • Ferlið mikið handvirkt
  • Mönnun verkefnis
  • Villur sem koma upp ekki leystar tímanlega
  • Of margir tímafrestir
  • Aðkoma of margra aðila – samskiptavandamál
  • Margt gert á síðustu stundu

Við hjá EY höfum sérhæft okkur í að veita fyrirtækjum aðstoð við að hámarka skilvirkni við lokun bókhalds. Ef þitt fyrirtæki vill auka skilvirkni við lokun reikningsskilanna og tímanlega gerð ársreikninga hafið þá samband við okkur og við aðstoðum ykkur.