|
Allt í kringum okkur eru fyrirtæki að upplifa það að leiðin til árangurs er vörðuð sífellt víðtækari og flóknari kröfum bæði hvaðar varðar löggjöfina sem og hagsmunaaðila. Við hjálpum fyrirtækjum að takast á við þessar kröfur með ítarlegri þekkingu okkar á því umhverfi sem þeir starfa í.
EY hefur sérhæft sig í því að halda námskeið fyrir fyrirtæki þar sem t.a.m. er farið yfir reikningsskilareglur hvort sem um er að ræða íslensk lög eða alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í gegnum alþjóðlegt samstarf okkar höfum við jafnframt aðgang að fjölda sérfræðinga á sviði reikningsskila auk upplýsingaveita sem tryggja að við séum stöðugt upplýst um þróun reikningsskilareglna á heimsvísu.