Ragnar

Ragnar O. Rafnsson
Sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar
Sími: 825-2545

ragnar.o.rafnsson@is.ey.com

Fyrirtækjaráðgjöf

Ráðgjafarsvið EY skiptist í rekstrarráðgjöf annars vegar og fyrirtækjaráðgjöf hins vegar.

Ráðgjafarsvið EY vinnur náið með viðskiptavinum sínum allt frá mörkun stefnu að framkvæmd fyrir allar ákvarðanir er varða fjármuni og innviði starfseminnar. Hvernig fyrirtæki stjórna fjármunum sínum og innviðum í dag, ákvarðar samkeppnisstöðu þeirra í framtíðinni. EY er fremst í flokki þeirra aðila sem veita ráðgjöf til fyrirtækja og opinberra aðila við meðhöndlun fjármuna til að verja eða auka virði sitt og bæta frammistöðu og stýra áhættu þvert á alla þætti starfseminnar.

Starfsemi ráðgjafarsviðs EY á Íslandi byggir á þeirri sterku stöðu sem EY hefur á heimsvísu á þessum sviðum og aðgengi okkar að yfirgripsmikilli sérhæfingu og þekkingu.Við leggjum sérstaka áherslu á samvinnu og samþættingu í starfsemi okkar við EY á Norðurlöndunum, þar sem aðstæður eru hvað sambærilegastar við það sem gerist hér á landi. Þessi samvinna, ásamt því reynslumikla teymi sérfræðinga sem við höfum yfir að ráða, gerir okkur kleift að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjafarþjónustu sem er í alþjóðlegum gæðaflokki.

Markmið þeirrar þjónustu sem ráðgjafarsviðið veitir er að vinna með eigendum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana við að auka arðsemi og árangur þeirra. Þjónusta okkar felst m.a. í að vinna með stjórnendum og eigendum:

  • við að efla og hámarka þau innri gæði sem fyrirtækið býr yfir, þ.e. fólk, ferlar og kerfi.
  • við að skipuleggja og stýra innviðum fyrirtækisins til að hámarka virði þeirrar þjónustu sem veitt er og þeirra vara sem fyrirtækið selur til sinna viðskiptavina.
  • við að hámarka virði þeirra fjármuna sem fyrirtækið hefur, í því rekstrarumhverfi sem það starfar í.
  • við að auka virði fyrirtækisins með öflun nýrra fjármuna og ytri vexti.

Hér má sjá þær þjónustur og ráðgjöf sem í boði eru í Fyrirtækjaráðgjöf:  

Aðstoð í kaup- og söluferli Áreiðanleikakannanir Virðismat og áætlanagerð Endurskipulagning Growth Navigator