14h05919_rf

 

 

Ragnar

Ragnar O. Rafnsson
Sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar á ráðgjafarsviði
Sími: 825-2545

ragnar.o.rafnsson@is.ey.com

Fjármögnun og endurskipulagning

Þörf á fjárhagslegri endurskipulagningu myndast oft við erfiðar aðstæður, þessar aðstæður eru jafn ólíkar og þær eru margar og til að ná sem hagkvæmustu og skilvirkustu endurskipulagningu er því þörf á ráðgjöfum með víðtæka þekkingu og reynslu af ólíkum sviðum atvinnulífsins. Við bjóðum fyrirtækjum upp á ráðgjöf sem er sérsniðin rekstrarumhverfi og þörfum þeirra. Við aðstoðum þá við að meta hvaða tækifæri eru til staðar, setjum saman skilvirka endurskipulagningaráætlum, aðstoðum við bætingu á viðskiptaferlum og hjálpum þeim að ná framtíðarmarkmiðum sínum. 

Við aðstoðum fyrirtæki og fjárfesta við að bæta vænta ávöxtun við aðstæður óvissu, minnkandi vaxtar og framlegðar. Við aðstoðum þau við að snúa við rekstrinum og endurskipuleggja fjármagn félagsins og metum viðskiptaáætlanir þeirra á hlutlægan hátt. Við aðstoðum við samningsviðræður við kröfuhafa og aðra hagsmunaaðila. Mótum stefnur og aðferðir til að standast lánaskilmála og lög og reglugerðir í tengslum við greiðslustöðvun og nauðasamninga.

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta hagkvæma og sveigjanlega fjármagnsskipan sem hentar stefnu félagsins. Við drögum fram og greinum val á mismunandi fjármögnunarleiðum.