Sjálfbærnileiðtogi EY
|
Sjálfbærnileiðtogi EY
|
EY styður við sjálfbærni í íslensku atvinnulífi með reynslumiklu sjálfbærniteymi.
Sjálfbærnisvið EY býður upp á víðtæka þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru á sjálfbærnivegferð, hvar sem þau eru stödd í vegferðinni. Fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk fær mikið vægi þar sem mikilvægt er að öll sem koma að borðinu séu með sama skilning áður en skýr stefna er mörkuð. Sviðið hefur víðtæka sérfræðiþekkingu m.a. á sviði sjálfbærnistefnumótunar og markmiðasetningar, hringrásarhagkerfis, kolefnismælinga og UFS/loftlagsáhættugreininga svo eitthvað sé nefnt. Teymið vinnur þvert á önnur svið EY og er hluti af alþjóðlega CCaSS (e. Climate Change and Sustainability Services) teymi EY með sérstakri áherslu á samstarf við Norðurlöndin.
Þjónusta sem sviðið veitir:
Stefnumótun
Ráðgjöf við fyrstu skref í sjálfbærnivegferð
Tvöföld mikilvægisgreining (e. Double materiality assessment)
Mótun sjálfbærnistefnu
Aðstoð við mótun á afleiddum stefnum sjálfbærnistefnu, líkt og umhverfisstefnu, jafnréttisstefnu, o.s.frv.
Setning lykilmælikvarða með mælanlegum markmiðum og aðgerðaráætlun
Ráðgjöf við innleiðingar á stefnum
Aðgerðaráætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (e. Decarbonization strategy)
Ráðgjöf við markmiðasetningu og aðgerðaáætlunar fyrir SBTi - Science Based Target initiative
Kolefnisjöfnun með vottuðum kolefniseiningum
Útreikningar og mælingar á umfangi 1,2 og 3
Kolefnisfótspor/Kolefnisspor
Kolefnishlutleysi
Aðstoð við að móta stefnu vegna orkuskipta
Innleiðing á hringrásarhagkerfi
Greining á birgjum og mörkuðum
Vöru- og viðskiptaóun - hringrásarhugsun í rekstri er framtíðin
Bætt flokkun og auðlindanýting
Fræðsla
Sjálfbærnifræðsla fyrir stjórnendur, starfsfólk, stjórnir og almenning.
Fræðsla um komandi regluverk frá Evrópusambandinu um sjálfbærni fyrir fólk í stjórnum fyrirtækja (CSRD, Taxonomy, SFDR, TCFD, o.s.frv.)
Hringrásarhagkerfið og möguleikar þess
Loftslagsáhætta
Hvatningarerindi fyrir alla
Og fleira
Fyrir stjórnendur
Sjálfbærnimarkþjálfun
Úttekt á stjórnarháttum
Sjálfbærnifræðsla
Upplýsingagjöf
Stuðningur við skrif á sjálfbærniskýrslu. M.a. aðstoð við gagnasöfnun, yfirlestur, skrif, sérfræðiþekking á innihaldi, útreikningar, undirbúningur o.fl.
Hvernig skal uppfylla komandi regluverk frá ESB, svosem CSRD, EU Taxonomy, SFDR, TCFD, o.s.frv.)
Stjórnendamælaborð – hvað er mikilvægt að stjórnendur hafi yfirsýn yfir í sjálfbærniverkefnum?
Staðfesting sjálfbærniupplýsinga
Staðfestingu á UFS upplýsinga í samvinnu við endurskoðunarsvið EY
Áhættugreining (e. risk analysis) í virðiskeðju
Loftslagsáhætta
Birgjamat
Mannréttindi
Umhverfisáhrif
Önnur áhætta tengd sjálfbærni
Líffræðilegur fjölbreytileiki
Kortleggja áhrif í allri virðiskeðjunni
Greining á áhrifum eigin reksturs
Ráðgjöf
Jafnrétti, fjölbreytileiki, inngilding og félagslegir þættir
Aðstoð við jafnlaunastaðfestingu (fyrir fyrirtæki með 25-49 starfsmenn)
Aðstoð við jafnlaunavottun (fyrir fyrirtæki með 50+ starfsmenn)
Skýrslugerð og greining á stöðu jafnréttismála
Dæmi um verkefni: Skýrslur fyrir Konur í orkumálum
Sérfræðiþekking um félagslega þætti sem snúa jafnt að eigin starfsfólki sem og virðiskeðjunni allri
Umhverfisstjórnunarkerfi (ISO14001)
Ráðgjöf við innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi
innri úttektir
Sjálfbær fjármál
UFS áreiðanleikakannanir
UFS áhættumat við fjárfestingar
Innleiðing TCFD við mat á fjárfestingum
Ráðgjöf innleiðingar á flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar ESB (e. EU Taxonomy)