14h04037_rf

  Snjolaug

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir
Sjálfbærnileiðtogi EY
Head of CCaSS Iceland (Climate Change and Sustainability Services)
Sími: 869 3698

snjolaug.olafsdottir@is.ey.com

 

Ágústa

Margrét Pétursdóttir
Forstjóri
Sími: 595-2515

margret.petursdottir@is.ey.com
View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn

Ráðgjöf í sjálfbærni

Fyrirtæki þurfa að stórauka áherslu á að skapa langtímavirði, veita traustar sjálfbærniupplýsingar, stefna að kolefnishlutleysi og sinna jafnréttismálum af álúð. EY hvetur fyrirtæki til aðgerða.  Í ljósi þeirra áskoranna sem blasa við okkur vegna loftlagsbreytinga og annarra sjálfbærniþátta eru viðskipti eins og við þekkjum þau ekki valkostur lengur. Hefðbundinn tilgangur fyrirtækja sem hefur verið að hámarka hagnað eigenda sinna er að líða undir lok. Nú þurfa fyrirtæki að huga að fleiri hagsmunum, líkt og starfsfólki, umhverfi, viðskiptavinum og samfélaginu. Þau fyrirtæki sem ekki breytast og það hratt, munu verða skilin eftir af samkeppnisaðilum sínum sem standa sig vel útfrá sjálfbærni og viðmiðum um umhverfis og félagslega þætti og stjórnarhættir (UFS).

Í könnun sem EY gerði í lok árs 2018 kemur fram að 96-97% fjárfesta horfa til sjálfbærni upplýsinga við mat á fjárfestingakostum og að 90-95% þeirra myndu útiloka fjárfestingakosti með slaka UFS frammistöðu. Frá árinu 2016 hefur EY verið í samstarfi við sjálfseignarstofnunina, Coalition for Inclusive Capitalism („EPIC“), við að skilgreina alþjóðlega mælikvarða til að meta og skýra frá langtíma virði (e. long-term value (LTV)) fyrirtækja, ekki bara fyrir fjárfesta heldur fyrir víðari hóp hagsmunaaðila. Áherslan er að hverfa frá hinum hefðbundna tilgangi fyrirtækja um að hámarka virði til eigenda sinna (e. shareholder value) yfir í það að auka virði allra hagsmunaaðila í víðasta skilningi þess orðs (e. stakeholder value). Árið 2018 var svo birt skýrsla um EPIC með leiðbeiningum til að hjálpa fyrirtækjum að sýna fjárfestum fram á 

EY á Íslandi ætlar að styðja viðskiptavini sína við innleiðingu á sjálfbærni í stefnu sína útfrá þáttum líkt og LTV og EPIC. Við viljum hjálpa fyrirtækjum að finna leiðir til að mæla árangur og skýra frá honum á gagnsæjan og ábyrgan hátt. Við viljum undirbúa viðskiptavini okkar fyrir gildistöku nýrra alþjóðlegra reglna um sjálfbærni líkt og flokkunarkerfi ESB. Við munum hvetja hagsmunaaðila til ábyrgrar kolefnisjöfnunar, þátttöku í hringrásarhagkerfinu og hjálpa þeim að nýta sér sjálfbæra og græna fjármögnunarkosti. Við veitum einnig fyrirtækjum óháða staðfestingu á sjálfbærni upplýsingum til að auka traust á starfsemi þeirra útfrá helstu sjálfbærniþáttum. Við trúum því að með þessu móti munu viðskiptavinir EY styrkja rekstrargrundvöll sinn og auka langtíma virði eigna og þjónustu sinnar. 

Við höfum á að skipa sérfræðingum í sjálfbærni í rekstri, stefnumótun og markmiðasetningu fyrirtækja og stofnana sem og sérfræðinga í grænum fjármálum og jafnréttismálum.