14h04346_rf

Símon

Símon Þór Jónsson
Sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs
Sími: 840-2008

simon.jonsson@is.ey.com

Lögfræðiráðgjöf

Áreiðanleikakannanir
Áreiðanleikakannanir fela í sér rannsókn ásamt skýrslugjöf um fjárhagslega stöðu o.fl., þ.m.t. lagalega stöðu og skattalega stöðu. Slíkar kannanir eru yfirleitt undanfari yfirtöku eða samruna og veita þeim sem ekki þekkja til andlagsins mikilvægar upplýsingar um það. Starfsmenn EY hafa nokkra reynslu af lagalegum áreiðanleikakönnunum.

Félagaréttur
Verkefni sem tengjast félögum geta verið margs konar. Dæmi um slík verkefni eru val á félagsformi, stofnun félags, félagsfundir, hækkun hlutafjár, lækkun hlutafjár, hlutahafasamkomulag, samrunar, skiptingar, slit og afskráning. Starfsmenn EY hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði, af ráðgjöf, skjalagerð og samskiptum við fyrirtækjaskrá.

Stjórnarhættir
Stjórnarhættir fyrirtækja byggja á sambandi milli stjórnenda félagsins, stjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila. Einnig snúast stjórnarhættir fyrirtækja um skipulag, stefnumörkun, markmiðssetningu og skilgreindar leiðir að þeim, ásamt eftirfylgni og framkvæmd innan fyrirtækis. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hefur metið EY hæft til annast óháð mat á stjórnarháttum fyrirtækja. Mat EY fer fram með gagnasöfnun, viðtölum við stjórnendur og skýrslugerð til Rannsóknarmiðstöðvarinnar, sem veitir endanlega staðfestingu á hvort fyrirtækið uppfyllir skilyrði þess að vera í hópi fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum. Fyrir utan slíkt formlegt mat, veita starfsmenn EY almenna ráðgjöf á sviði stjórnarhátta.

Samningaréttur
Við gerð samnings skiptir einkum máli að hann taki til sem flestra álitaefna sem upp kunna að koma til að forðast kostnaðarsaman og tímafrekan ágreining síðar meir, en einnig til að samningurinn uppfylli lög og reglur sem gilda á viðkomandi sviði. Starfsmenn EY hafa töluverða reynslu á þessu sviði og sem dæmi um samninga og skjöl sem þeir útbúa eru samningstilboð, kaupsamningar, afsöl, lánasamningar, skuldabréf og leigusamningar.

Vinnuréttur
Einstaklingar og fyrirtæki þurfa ráðgjöf um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráðningarsamninga og réttaráhrif þeirra, sbr. og stéttarfélög, kjarasamninga og vinnudeildur. Starfsmenn EY hafa nokkra reynslu á þessu sviði, m.a. í tengslum við áreiðanleikakannanir, gerð ráðningarsamninga og komu erlendra einstaklinga til Íslands til tímabundinnar tekjuöflunar.

Persónuvernd
Reglur um persónuvernd ná yfir umsjón, úrvinnslu og meðferð gagna, eyðingu þeirra og afhendingu sem og ábyrgð þeirra sem veita þjónustu á þessu sviði, sem eru ýmist svokallaðir ábyrgðaraðilar eða vinnsluaðilar. Starfsmenn EY veita ráðgjöf á þessu sviði.

Erfðaréttur 
Ýmislegt getur komið upp í sambandi við erfðir, s.s. erfðaskrár og fyrirframgreiðsla arfs. Starfsmenn EY hafa töluverða reynslu á þessu sviði, bæði af ráðgjöf og skjalagerð.

Skiptaréttur
Við andlát einstaklings verður til dánarbú sem tekur við öllum réttindum og skyldum hins látna. Dánarbúið tekur m.a. við skattskyldu hins látna og ber að telja fram og skila skattframtali fyrir hönd dánarbúsins þar til skiptum á því líkur. Innan tiltekins tíma frá andláti, ber erfingjum skylda til að hlutast til um búið, s.s. með ósk langlífari maka um setu í óskiptu búi, með beiðni erfingja um leyfi til einkaskipta eða með beiðni um opinber skipti. Starfsmenn EY hafa umtalsverða reynslu á þessu sviði.