Símon Þór JónssonSviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs
|

Viðskiptaskattar
Áreiðanleikakannanir
Áreiðanleikakannanir fela í sér rannsókn ásamt skýrslugjöf um fjárhagslega stöðu o.fl., þ.m.t. lagalega og skattalega stöðu. Slíkar kannanir eru yfirleitt undanfari yfirtöku eða samruna og veita þeim sem ekki þekkja til andlagsins mikilvægar upplýsingar um það. Starfsmenn EY hafa mikla reynslu af slíkum áreiðanleikakönnunum.
Yfirtökur - fyrirtækjasölur – endurfjármagnanir – endurskipulagningar
Viðskiptin sem fylgja í kjölfar áreiðanleikakannana, eða felast í endurfjármögnun eða –skipulagningu, hafa yfirleitt í för með sér skattalegar afleiðingar. Með fyrirhyggju og skipulagningu er hægt að hafa áhrif á skattlagningu og nýta þannig þau tækifæri sem eru fyrir hendi hverju sinni. Starfsmenn EY hafa mikla reynslu á þessu sviði.
Stimpilgjald
Stimpilgjaldsskylda tekur til skjala sem varða eignaryfirfærslu fasteigna hér á landi og skipa yfir 5 brúttótonnum sem skrásett eru hér á landi. Starfsmenn EY hafa þekkingu og reynslu af framkvæmd laga um stimpilgjald.