14h05939_rf

Guðjón Norðfjörð
Sviðsstjóri rekstrarráðgjafar á ráðgjafarsviði
Sími: 825-2565

gudjon.nordfjord@is.ey.com

 

 
 

Sviksemisrannsóknir og matsmál

EY hefur þróað með sér aðferðafræði til að finna vísbendingar um mögulega saknæm eða riftanleg viðskipti í bókhaldi fyrirtækja. Unnin er grunnskoðun þar sem farið er yfir skilgreinda þætti í starfsemi fyrirtækja og niðurstöður settar fram í minnisblaði með þeim atriðum sem gætu þarfnast nánari skoðunar. Á grundvelli minnisblaðsins er hægt að meta þörf fyrir frekari rannsókn. Þjónustu okkar er hægt að sníða að stærð fyrirtækja og hentar til skoðunar á stærri sem smærri fyrirtækjum.

EY hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði til að greina mikið magn af rafrænum gögnum og leita m.a.a í skjölum og tölvupóstum. Einnig hefur EY yfir að ráða öflugum hugbúnaði til að endurheimta rafræn gögn sem aðilar hafa eytt úr tölvum sínum.

Sérfræðingar EY hafa verið dómkvaddir til matsstarfa í fjölda matsmála. Matsmál og ágreiningsefni sem sérfræðingar EY hafa unnið að eru m.a. verðmöt eignarhluta í fyrirætkjum, verðmöt einstakra eininga innan fyrirtækja, álitsgjöf á verðmötum sem aðrir hafa unnið, mat á virði skuldabréfa, mat á missi hagnaðar eða framlegðar í rekstri fyrirtækja eða einstakra rekstrareininga og mat á áreiðanleika gagna og upplýsinga í tölvukerfum fyrirtækja.

Einnig hafa sérfræðingar EY veitt skiptastjórum þrotabúa og slitastjórnum fjármálafyrirtækja ráðgjöf í tengslum við hámörkun virði eigna og úrlausn ýmissa mála og/eða ágreiningsefna í tengslum við rekstur þrotabúa og slitabúa.