
Better working world
EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.
Við viljum byggja betri heim með gjörðum okkar og með því að vinna með fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem eru sama sinnis. Þetta er tilgangur okkar - og ástæðan fyrir því af hverju við erum til sem fyrirtæki.
Sem fyrirtæki finnum við til ríkrar skyldu til að þjóna mörgum mismunandi hagsmunaaðilum sem treysta á okkur til að skila framúrskarandi gæðum í öllu því sem við gerum.
EY er á heimsvísu leiðandi fyrirtæki á sviði endurskoðunar, skattamála og ráðgjafarþjónustu.
Hjá EY á Íslandi starfa um 70 manns með fjölbreytta menntun, bakgrunn og reynslu sem allt leggur sitt af mörkum til að byggja betri heim. Hér má sjá starfsmannastefnu okkar.
Ef þú vilt hafa samband við okkur eða að við höfum samband við þig fylgdu þessum hlekk, fylltu út viðeigandi upplýsingar og við munum hafa samband við þig.
Ef þú vilt taka þátt í því að byggja betri heim sem starfsmaður EY fylgdu þessum hlekk og sendu okkur viðeigandi upplýsingar um þig.
Hér má nálgast upplýsingar um eigendur EY á Íslandi.
Alþjóðlegar stefnur og reglur EY eru yfirfarnar reglubundið þar á meðal siðareglur og óhæðisreglur. Hægt er að tilkynna hegðun á þessum hlekk sem ekki er talin vera siðleg eða lögleg, jafnframt hegðun sem felur í sér brot á alþjóðastöðlum eða er talin brjóta í bága við siðareglur EY hverju sinni.