
Gæðamál
Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins nr. 2014/537/ESB, um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum sem tengjast almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB kemur fram í 13.1 grein að sú skylda hvílir á löggiltum endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum, sem annast lögboðna endurskoðun á einingum sem tengjast almannahagsmunum að birta árlega gagnsæiskýrslu í síðasta lagi fjórum mánuðum eftir lok hvers fjárhagsárs.
Alþjóðlegar stefnur og reglur EY eru yfirfarnar reglubundið þar á meðal siðareglur og óhæðisreglur. Hægt er að tilkynna hegðun á þessum hlekk sem ekki er talin vera siðleg eða lögleg, jafnframt hegðun sem felur í sér brot á alþjóðastöðlum eða er talin brjóta í bága við siðareglur EY hverju sinni.