Starfsmenn
Forstjóri

Margrét er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess á Íslandi. Margrét var sviðsstjóri endurskoðunarsviðs til margra ára áður en hún tók við stöðu forstjóra á árinu 2019. Í störfum sínum hjá EY hefur Margrét veitt fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum þjónustu, bæði sem ytri og innri endurskoðandi auk annarrar þjónustu. Auk starfa sinna hjá EY hefur Margrét verið formaður Félags löggiltra endurskoðenda, FLE, og situr núna í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda, IFAC.
- 825 2515
- margret.petursdottir@is.ey.com
Stjórn
- Nafn Jóhann Unnsteinsson
- Starfsheiti Formaður
- Netfang johann.unnsteinsson@is.ey.com

Jóhann Unnsteinsson hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess á Íslandi og er einn af eigendum félagsins. Jóhann hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 1987. Jóhann hefur verið virkur í í starfi innan Félags löggiltra endurskoðenda (FLE), meðal annars sem meðlimur í menntunarnefnd, reikningsskilanefnd og í stjórn FLE sem varaformaður félagsins. Jóhann hefur setið í endurskoðunarráði frá árinu 2013. Jóhann hefur yfirgripsmikla þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og hefur víðtæka reynslu af því að endurskoða fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði, fasteignafélög og skráð félög á markaði.
- 825 2510
- johann.unnsteinsson@is.ey.com
- Nafn Símon Jónsson
- Starfsheiti Ritari
- Netfang simon.jonsson@is.ey.com

- 595 2585
- simon.jonsson@is.ey.com
- Nafn Valgerður Kristjánsdóttir
- Starfsheiti Meðstjórnandi
- Netfang valgerdur.kristjansdottir@ey.is.com

Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er i forsvari fyrir gæðamál félagsins.
Stjórnendur og skipulag
- Nafn Dr. Snjólaug Ólafsdóttir
- Starfsheiti Sjálfbærnileiðtogi EY
- Netfang snjolaug.olafsdottir@is.ey.com

Snjólaug hóf störf hjá EY í mars 2021. Snjólaug rak áður fyrirtækið, Andrými sjálfbærnisetur, sem veitti fræðslu- og ráðgjafaþjónustu í sjálfbærni og loftslagsmálum. Þar lagði hún áherslu á leiðtogaþjálfun í sjálfbærni, sjálfbærnistefnumótun og markmiðasetningu og fræðslu varðandi sjálfbærni fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað starfsfólk. Áhersla hennar hefur verið að aðstoða við breytingar í átt til sjálfbærni á uppbyggilegan og styðjandi hátt. Snjólaug starfaði áður hjá Orku Náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem hún hefur kennt sjálfbærni við Tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Snjólaug var ráðgjafi við gerð loftlagsmælis Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð auk þess sem hún var ritari vísindanefndar um loftlagsáhrif á Íslandi. Snjólaug er umhverfisverkfræðingur með doktorsgráðu í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands og er menntaður markþjálfi.
- +3548693698
- snjolaug.olafsdottir@is.ey.com
- Nafn Geir Steindórsson
- Starfsheiti Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
- Netfang geir.steindorsson@is.ey.com

Geir hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða.
- 825 2532
- geir.steindorsson@is.ey.com
- Nafn Guðjón Norðfjörð
- Starfsheiti Sviðsstjóri rekstrarráðgjafar
- Netfang gudjon.nordfjord@is.ey.com

Guðjón hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Guðjón hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila.. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands.
- 825 2565
- gudjon.nordfjord@is.ey.com
- Nafn Hafdís Björk Stefánsdóttir
- Starfsheiti Sviðsstjóri kjarnasviðs - CBS
- Netfang hafdis.b.stefansdottir@is.ey.com

Hafdís hóf störf hjá EY á árinu 2013 sem sérfræðingur í innri endurskoðun, stjórnarháttum og áhættustýringu fjármálafyrirtækja. Hafdís hefur víðtæka þekkingu á regluumhverfi fjármálafyrirtækja. Áður starfaði Hafdís til fjölda ára á fjármálamarkaði sem regluvörður, sérfræðingur í áhættustýringu, verkefnastjóri og sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og markaðsmála. Hafdís hefur átt sæti í ýmsum starfshópum og nefndum á fjármálamarkaði t.a.m. vegna Basel II, AML og MiFID. Hafdís starfaði jafnframt hjá rannsóknarnefnd Alþingis í tengslum við rannsóknir í kjölfar efnahagshrunsins.
Hafdís er sviðsstjóri Kjarnasviðs. Undir Kjarnasvið falla ýmsir innri kjarnamálaflokkar eins og mannauðsmál, viðskiptaþróun, markaðsmál, upplýsingatækni, rekstur o.s.frv.
- 896 1977
- hafdis.b.stefansdottir@is.ey.com
- Nafn Hildur Pálsdóttir
- Starfsheiti Fjármál
- Netfang hildur.palsdottir@is.ey.com

Hildur hefur starfað hjá EY frá stofnun félagsins á Íslandi og er í forsvari fyrir fjármál EY.
- 595 2505
- hildur.palsdottir@is.ey.com
- Nafn Ragnar Oddur Rafnsson
- Starfsheiti Sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar
- Netfang ragnar.o.rafnsson@is.ey.com

Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár síðast hjá PwC. Ragnar hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis.
- 825 2545
- ragnar.o.rafnsson@is.ey.com
- Nafn Símon Jónsson
- Starfsheiti Sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs
- Netfang simon.jonsson@is.ey.com

Símon Þór hóf störf hjá EY á árinu 2016 og er einn af eigendum félagsins. Símon Þór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diploma í hagfræði frá sama skóla, auk þess sem hann hefur sótt sér menntun í Leiden University varðandi tvísköttunarsamninga. Símon Þór hefur mikla þekkingu og reynslu á flóknum skattamálum og hefur áratuga starfsreynslu á því sviði. Hann hefur áður starfað hjá Ríkisskattstjóra, var forstöðumaður skattasviðs KPMG og meðeigandi hjá Deloitte.
- 595 2585
- simon.jonsson@is.ey.com
- Nafn Valgerður Kristjánsdóttir
- Starfsheiti Gæðamál
- Netfang valgerdur.kristjansdottir@is.ey.com

Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er i forsvari fyrir gæðamál félagsins.
- 825 2516
- valgerdur.kristjansdottir@is.ey.com