Guðjón er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess á Íslandi í desember 2002. Hann er viðskiptafræðingur af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur á sínum starfsferli unnið á flestum sviðum félagsins og komið að þróun þess og uppbyggingu frá stofnun, ásamt því að veita fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum þjónustu. Guðjón er sviðsstjóri rekstrarráðgjafar og viðskiptaþjónustu, en þar á undan var hann sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar. Hann hefur yfir 25 ára reynslu af reikningsskilum, endurskoðun, ráðgjöf á sviði fjármála og rekstrar, ásamt ýmsum úttektum, rannsóknum, matsmálum og fleiru. Hann þekkir því innviði félagsins og alla þjónustuþætti starfseminnar mjög vel.